Almenn bólusetning hjá börnum gegn pneumókokkum á Íslandi er árangursrík og hagkvæm
13. júní 2019
Almenn bólusetning hjá börnum gegn pneumókokkum hófst hér á landi 2011. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum eins og miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu.
Almenn bólusetning hjá börnum gegn pneumókokkum hófst hér á landi 2011. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum eins og miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu.
Í nýlegri doktorsgrein Elíasar Eyþórssonar (júní 2019) var sýnt fram á að bólusetningin hafði minnkað sýklalyfjanotkun hjá börnum um tæplega 6%, fækkað innlögnum barna á sjúkrahús vegna lungnabólgu um 20% og fækkað miðeyrnabólgum og alvarlegum ífarandi sýkingum hjá börnum marktækt. Kostnaðar-hagkvæmnisútreikningar fyrstu fimm árin eftir innleiðingu bóluefnisins sýndi sparnað fyrir íslenskt samfélag upp á tæplega 1 milljarð króna á verðlagi ársins 2015 (7.463.176 dollarar).
Þessar niðurstöður sýna glöggt að bólusetningar eru ekki einungis áhrifaríkar til að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar heldur einnig eru þær afskaplega kostnaðarhagkvæmar.
Sóttvarnalæknir