Álit landlæknis varðandi alvarlega stöðu á bráðamóttöku Landspítalans
20. desember 2018
Þann 6. desember sl. barst Embætti landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs úttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur.
Þann 6. desember sl. barst Embætti landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs úttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur.
Þar sem málið er brýnt og fyrirséð að það tæki tíma að ljúka skýrslu vegna úttektarinnar, m.a. vegna biðar eftir tölulegum gögnum, var heilbrigðisráðherra sent meðfylgjandi minnisblað þann 17.12. Þar er að finna helstu niðurstöður úttektarinnar það sem af er og brýnustu ábendingar. Fram skal tekið að Landspítala verða sendar ábendingar er varða innri ferla og málefni spítalans þegar úttektinni er lokið.
(/servlet/file/store93/item36104/Minnisblað Álit landlæknis varðandi alvarlega stöðu á bráðamóttöku Landspítalans.pdf) (PDF)
Nánari upplýsingar gefa Laura Scheving Thorsteinsson, teymisstjóri úttekta og Alma D. Möller landlæknir, sími 5101900, netfang halldorav@landlaeknir.is