Í heildina er tap kolefnis úr forða jarðvegs yfirleitt mjög lítið við undirbúning lands til skógræktar, sérstaklega í samanburði við þá miklu kolefnisbindingu sem á sér stað í uppvaxandi skógi. Hérlendar iðufylgnirannsóknir gefa vísbendingar um að áhrif losunar vegna jarðvinnslu séu lítil og skammvinn. Um þetta skrifar Úlfur Óskarsson, verkefnastjóri kolefnismála hjá Skógræktinni, í grein sem birtist á vef Heimildarinnar um helgina.