Rafræn skil gagna
Allar tegundir mála
Almenn innsending gagna í öllum málategundum er í gegnum vefgátt dómstóla.
Leiðbeiningar:
Rannsóknarmál
Almenn innsending gagna er í gegnum réttarvörslugáttina.
Um rafræn skil á gögnum
Vinsamlegast athugið að samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. mgr. bráðabirgðarákvæðis X. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála teljast skjöl og sýnileg sönnunargögn sem leggja skal fram vegna reksturs máls afhent dómstól berist þau honum sannanlega rafrænt innan tilskilins frest, enda verði dómstól sendur í pósti og án ástæðulauss dráttar tilskilinn fjölda eintaka skjalanna og annarra sýnilegra sönnunargagna.
Málsaðila er skylt að afhenda gagnaðila samtímis með sama hætti skjöl og sýnileg sönnunargögn sem þannig eru afhent dómstól.
Ef upp koma vandamál við notkun ætti að hafa samband við viðkomandi héraðsdóm.