Ráðherra heimsótti Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
27. febrúar 2025
Félags- og vinnumarkaðsráðherra heimsækir Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála


Inga Sæland félags- og vinnumarkaðsráðherra heimsótti Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) í liðinni viku. Hún þáði léttan hádegisverð með sérfræðingum GEV og átti með þeim gott samtal.
Síðan átti ráðherra fund með forstjóra stofnunarinnar ásamt skipulagsráði GEV, þar sem meðal annars var farið yfir hlutverk og verkefni stofnunarinnar á sviði rekstrarleyfa- og eftirlitsmála í velferðarþjónustu á Íslandi og þann árangur sem stofnunin hefur náð til að bæta gæði og öryggi í þjónustu í samvinnu við fjölmarga hagsmunaaðila. Farið var yfir verkefni á sviði þróunar gæðaviðmiða í félagsþjónustu og rætt um mikilvægi samræmdrar og stafrænnar skráningar og tölfræði í velferðarþjónustu á Íslandi.