Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Misræmi í reglum sem sveitarfélög setja um stoð- og stuðningsþjónustu

10. mars 2025

Niðurstöður frumkvæðisathugunar GEV sýna misræmi í stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga

GEV

Stuðningsþjónusta er veitt á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og stoðþjónusta er veitt samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Oft er það sami hópurinn sem nýtur bæði stoð- og stuðningsþjónustu. Frumkvæðisathugun GEV á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga leiddi í ljós að sveitarfélög þurfa mörg hver að gera mun betur til að uppfylla skyldur sínar í gerð reglnanna. Misræmi er í framsetningu reglnanna eftir sveitarfélögum og ríkari þörf er á að reglurnar endurspegli þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir í þjónustuflokkum sem falla undir stoð- og stuðningsþjónustu.

Hlutfall sveitarfélaga með og án reglna um stoð- og stuðningsþjónustu.

Skýrsla vegna athugunarinnar hefur nú verið birt. Niðurstöður athugunarinnar sýna að á bilinu 25-89% sveitarfélaga höfðu sett sér þær átta reglur sem athugunin náði til. Af 64 sveitarfélögum höfðu flest sett sér reglur um stuðningsþjónustu (57 talsins), en fæst höfðu sett sér reglur um frístundaþjónustu (16 talsins) og notendasamninga (24 talsins). Einungis sex sveitarfélög höfðu í gildi allar reglur sem athugunin náði til og voru með þær uppfærðar í samræmi við gildandi lög. Eitt sveitarfélag var ekki með neinar af reglunum.

Athugunin sýnir að sveitarfélög hafa mismunandi nálgun hvað varðar gerð og framsetningu reglna. Þá var ekki ávallt ljóst á hvaða lagagrundvelli reglur voru grundvallaðar og nokkuð um að vísað væri til laga sem fallin eru úr gildi.

GEV leggur áherslu á að:

  • Reglur séu aðgengilegar og notendavænar.

  • Miðlægar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um gerð reglna mætti bæta.

  • Samræmd framsetning reglna á landsvísu væri til bóta fyrir sveitarfélög, notendur og eftirlitsstofnanir.

Í athuguninni var einnig kannað hvort sveitarfélög væru með skilgreint verklag og samræmt mat á stuðningsþörf. Öll sveitarfélög nema fjögur höfðu slíkt til staðar en matið er ekki framkvæmt með samræmdum hætti á landsvísu.

Sveitarfélögin hafa öll fengið sendar sínar niðurstöður úr athuguninni og fengið tilmæli um úrbætur frá GEV þar sem það á við. Sveitarfélögum er gefinn frestur á úrbótum til 15. september 2025.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100