Fara beint í efnið
Faggilding - ISAC Forsíða
Faggilding - ISAC Forsíða

Faggilding - ISAC

Nýtt starfsfólk

12. júní 2024

Nýtt starfsfólk hefur hafið störf hjá ISAC, Faggildingarsviði Hugverkastofunnar.

Starfsfólk

Sólveig Ingólfsdóttir hefur tekið við sem sviðsstjóri Faggildingarsviðs Hugverkastofu (ISAC). Sólveig hóf störf hjá ISAC á síðasta ári og tók við sem sviðsstjóri í mars síðastliðnum. Sólveig starfaði áður um árabil hjá sænsku faggildingarstofnuninni Swedac. Hún hefur yfir 30 ára reynslu af stjórnun gæðamála, lengst af hjá einkafyrirtækjum í Svíþjóð.

Guðrún Rögnvaldardóttir hóf störf sem sérfræðingur hjá ISAC í maí. Guðrún var sérfræðingur á skrifstofu EFTA í Brussel um sex ára skeið, en þar áður framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands í 20 ár. Hún hefur starfað við stöðlun og tengd málefni frá 1991.

Bryndís Rós Sigurjónsdóttir hóf störf sem sérfræðingur hjá ISAC í júní. Bryndís var sérfræðingur á rekstrarsviði hjá Hugverkastofunni um sex ára skeið og hefur gegnt ýmsum verkefnum hjá stofnuninni, m.a. sem teymisstjóri gæðateymis sem endurhannaði og innleiddi nýtt gæðakerfi. Áður bjó og starfaði Bryndís í Bretlandi.

Faggilding - ISAC

ISAC

kt. 520319 2120

Heim­il­is­fang

Katrínartún 4
105 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 580 9400
Netfang: isac@isac.is

Kvart­anir og ábend­ingar

Smelltu hér