Nýtt starfsfólk
12. júní 2024
Nýtt starfsfólk hefur hafið störf hjá ISAC, Faggildingarsviði Hugverkastofunnar.
Sólveig Ingólfsdóttir hefur tekið við sem sviðsstjóri Faggildingarsviðs Hugverkastofu (ISAC). Sólveig hóf störf hjá ISAC á síðasta ári og tók við sem sviðsstjóri í mars síðastliðnum. Sólveig starfaði áður um árabil hjá sænsku faggildingarstofnuninni Swedac. Hún hefur yfir 30 ára reynslu af stjórnun gæðamála, lengst af hjá einkafyrirtækjum í Svíþjóð.
Guðrún Rögnvaldardóttir hóf störf sem sérfræðingur hjá ISAC í maí. Guðrún var sérfræðingur á skrifstofu EFTA í Brussel um sex ára skeið, en þar áður framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands í 20 ár. Hún hefur starfað við stöðlun og tengd málefni frá 1991.
Bryndís Rós Sigurjónsdóttir hóf störf sem sérfræðingur hjá ISAC í júní. Bryndís var sérfræðingur á rekstrarsviði hjá Hugverkastofunni um sex ára skeið og hefur gegnt ýmsum verkefnum hjá stofnuninni, m.a. sem teymisstjóri gæðateymis sem endurhannaði og innleiddi nýtt gæðakerfi. Áður bjó og starfaði Bryndís í Bretlandi.