Fara beint í efnið
Faggilding - ISAC Forsíða
Faggilding - ISAC Forsíða

Faggilding - ISAC

Námskeið fyrir tæknilega úttektarmenn

11. desember 2024

Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við faggildingarúttektir.  

Námskeið

ISAC, Faggildingarsvið Hugverkastofunnar, heldur námskeið í byrjun næsta árs fyrir tæknilega úttektarmenn til að starfa við faggildingarúttektir.  

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hæfni til að verða tæknilegir úttektarmenn fyrir ISAC. Námskeiðinu lýkur með hæfnismati sem byggist á frammistöðu á námskeiðinu.  


Námskeiðið verður tvískipt:  

Hluti 1:  29. - 30. janúar kl. 09:00 - 15:30 (miðvikudagur og fimmtudagur)
Kröfur staðalsins ÍST EN ISO/IEC 17020 Samræmismat - Almenn viðmið um rekstur ýmiss konar stofnana sem annast skoðanir. 

Hluti 2: 4. - 5. febrúar kl. 09:00 -15:30 (þriðjudagur og miðvikudagur) 
Almenn úttektartækni fyrir faggildingu á samræmismatsstofum. 

Sérfræðingur frá sænsku faggildingarstofunni Swedac mun leiða fyrri hluta námskeiðsins sem fjallar um kröfur staðalsins ÍST EN ISO/IEC 17020. Þessi hluti verður að mestu leyti kenndur á ensku. Seinni hluti námskeiðsins fjallar almennt um úttektartækni fyrir faggildingu á samræmismatsstofum. Námsgögn verða bæði á íslensku og ensku. 

Verð: 280.000 kr. Innifalinn er hádegisverður alla daga.  

Staðsetning: Hjá ISAC. Katrínartún 4, 105 Reykjavík. 

Skráning fer fram hér. 

Síðasti skráningardagur er 17. janúar 2025. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16 manns. 

Dagskrá ásamt nánari upplýsingum verður send skráðum þátttakendum þegar nær dregur.  

Faggilding - ISAC

ISAC

kt. 520319 2120

Heim­il­is­fang

Katrínartún 4
105 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 580 9400
Netfang: isac@isac.is

Kvart­anir og ábend­ingar

Smelltu hér