Jákvæð niðurstaða jafningjamats
27. júní 2024
Dagana 17.-21. júní sl. fór fram jafningjamat á starfsemi ISAC á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna EA (European co-operation for Accreditation), en slíkt mat er grundvöllur gagnkvæmrar viðurkenningar á faggildingu og samræmismati meðal aðila EA.
Matsmenn frá faggildingarstofnunum Portúgals og Austurríkis heimsóttu faggildingarsviðið og lögðu mat á starfsemi sviðsins, gæðakerfi þess, skjalahald og verkferli, auk þess að vera viðstaddir úttekt sviðsins á einni skoðunarstofu.
Á lokafundi með starfsfólki sviðsins föstudaginn 21. júní, þar sem fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins var einnig viðstaddur, tilkynntu matsmennirnir þá niðurstöðu sína að mæla með áframhaldandi aðild faggildingarsviðsins að samningi EA um gagnkvæma viðurkenningu, enda uppfylli sviðið allar grundvallarkröfur EA hvað varðar faggildingu á skoðunarstofum.
Matsmennirnir bentu jafnframt á nokkur atriði í starfsemi og umgjörð sviðsins sem þarf að lagfæra og verður það verkefni næstu mánaða hjá starfsfólki sviðsins að vinna úr ábendingunum og innleiða og gera áætlun um nauðsynlegar úrbætur, eftir atvikum með aðkomu ráðuneytisins.
Frá vinstri: Bryndís R. Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá ISAC, Ágúst Þór Jónsson formaður Faggildingarráðs, Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri ISAC, Hermann Schaufler frá Austurríki, Leopoldo Cortez frá Portúgal, Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Guðrún Rögnvaldardóttir sérfræðingur hjá ISAC og Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Hugverkastofunnar.
Frá vinstri: Bryndís R. Sigurjónsdóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir, Hermann Schaufler, Leopoldo Cortez og Sólveig Ingólfsdóttir.
Frá vinstri: Hermann Schaufler, Leopoldo Cortez og Ingvi Már Pálsson.
Frá vinstri: Guðrún Helga Jónsdóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir, Sólveig Ingólfsdóttir og Bryndís R. Sigurjónsdóttir.