Fara beint í efnið
Faggilding - ISAC Forsíða
Faggilding - ISAC Forsíða

Faggilding - ISAC

Aðalfundur EA 20.-21. nóvember 2024

29. nóvember 2024

Aðalfundur Evrópsku faggildingarsamtakanna (EA) fór fram 20.-21. nóvember í Estoril í Portúgal.

Picture1-EAmeeting

Evrópsku faggildingarsamtökin EA (European co-operation for Accreditation) héldu seinni aðalfund ársins í Estoril í Portúgal dagana 20. og 21. nóvember 2024.

Sólveig Ingólfsdóttir, sviðsstjóri, og Guðrún Rögnvaldardóttir, sérfræðingur, sóttu fundinn fyrir hönd ISAC.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru tvö mál fyrirferðarmest í umræðum á fundinum.

Annars vegar var það ör fjölgun tilskipana og reglugerða Evrópusambandsins þar sem faggilding hefur hlutverki að gegna. Slíkar gerðir, þegar komnar í gildi eða á undirbúningsstigi, eru nú um 140 talsins. Fram kom að þörf væri á nánara samstarfi EA og faggildingarstofnana innan EA við stjórnvöld, bæði framkvæmdastjórn ESB og stjórnvöld í aðildarríkjunum, til að tryggja að faggilding sé alltaf notuð á réttan og hagkvæman hátt.

Hitt málið var notkun gervigreindar, bæði í faggildingarstarfseminni sjálfri og við framkvæmd samræmismats. Þessi notkun er ört vaxandi og fram kom skýr ósk fundarmanna um að setja á laggirnar innan EA vettvang þar sem faggildingarstofnanirnar geta borið saman bækur sínar og miðlað reynsku sín á milli um þessi mál. Framkvæmdastjórn EA var falið að gera tillögur um slíkan vettvang fyrir næsta aðalfund, sem verður haldinn í Istanbúl í maí 2025.

Faggilding - ISAC

ISAC

kt. 520319 2120

Heim­il­is­fang

Katrínartún 4
105 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 580 9400
Netfang: isac@isac.is

Kvart­anir og ábend­ingar

Smelltu hér