Ríkisborgararéttur fyrir börn og ungmenni
Ungmenni 18 til 20 ára, sem hefur haft fasta og samfellda búsetu á Íslandi frá 13 ára aldri, getur fengið íslenskan ríkisborgararétt með því að tilkynna það til Útlendingastofnunar.
Ríkisborgararéttur fyrir ungmenni 18-20 ára.
Barn eða ungmenni, sem er ríkisfangslaust eða hefur hlotið alþjóðlega vernd og hefur haft fasta og samfellda búsetu á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár, getur fengið íslenskan ríkisborgararétt með því að tilkynna það til Útlendingastofnunar fyrir 21 árs aldur.
Ríkisborgararéttur fyrir börn og ungmenni án ríkisfangs eða með alþjóðlega vernd.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun