Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga: Tilkynning um bíl - Nýr notkunarflokkur

Tilkynning um bíl/a - Skráning í nýjan notkunarflokk

Rekstrarleyfishöfum í farþega- og farmflutningum ber að tilkynna hvaða ökutæki tilheyra rekstrinum á hverjum tíma. Þetta á við bæði þegar ökutæki er bætt við eða tekið af leyfi.

Þann 1. janúar síðastliðinn tók reglugerð um afnám leyfisskoðunar nr. 1085/2025 gildi sem felur meðal annars í sér eftirfarandi breytingar fyrir rekstrarleyfishafa í farþega -og farmflutningum: 

  • Leyfisskoðun bíla í farþegaflutningum er afnumin 

  • Öll ökutæki sem tilheyra rekstrarleyfum skulu skráð í notkunarflokkinn Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni  

  • Árleg aðalskoðun fylgir notkunarflokknum

    • Ef skoðunartíðni ökutækis breytist vegna árlegrar aðalskoðunar þarf að fá viðeigandi skoðunarmiða á næstu skoðunarstöð.


Breytingaskráning verður gjaldfrjáls til 1. maí næstkomandi.
Eftir þann tíma verður rukkað fyrir breytingu samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. 

Til upplýsinga fyrir rekstrarleyfishafa
  • Hægt er að finna lista yfir þín ökutæki á Mínum síðum Samgöngustofu undir Eignir, Ökutæki og Ökutækin mín

  • Hægt er að sjá frekar um skoðanir og kröfur til ökutækja í atvinnuakstri í skráningareglum Samgöngustofu.

  • Athugið að það er á ábyrgð rekstrarleyfishafa að viðeigandi trygging á bíl eða bílum sé til staðar og í gildi hverju sinni.

 

Tilkynning um bíl/a - Skráning í nýjan notkunarflokk

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa