Rekstrarleyfi til farþega- og farmflutninga: Tilkynning um bíl - Nýr notkunarflokkur
Rekstrarleyfishöfum í farþega- og farmflutningum ber að tilkynna hvaða ökutæki tilheyra rekstrinum á hverjum tíma. Þetta á við bæði þegar ökutæki er bætt við eða tekið af leyfi.
Þann 1. janúar síðastliðinn tók reglugerð um afnám leyfisskoðunar nr. 1085/2025 gildi sem felur meðal annars í sér eftirfarandi breytingar fyrir rekstrarleyfishafa í farþega -og farmflutningum:
Leyfisskoðun bíla í farþegaflutningum er afnumin
Öll ökutæki sem tilheyra rekstrarleyfum skulu skráð í notkunarflokkinn Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni
Árleg aðalskoðun fylgir notkunarflokknum
Ef skoðunartíðni ökutækis breytist vegna árlegrar aðalskoðunar þarf að fá viðeigandi skoðunarmiða á næstu skoðunarstöð.
Breytingaskráning verður gjaldfrjáls til 1. maí næstkomandi. Eftir þann tíma verður rukkað fyrir breytingu samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.
Til upplýsinga fyrir rekstrarleyfishafa
Hægt er að finna lista yfir þín ökutæki á Mínum síðum Samgöngustofu undir Eignir, Ökutæki og Ökutækin mín.
Hægt er að sjá frekar um skoðanir og kröfur til ökutækja í atvinnuakstri í skráningareglum Samgöngustofu.
Athugið að það er á ábyrgð rekstrarleyfishafa að viðeigandi trygging á bíl eða bílum sé til staðar og í gildi hverju sinni.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa