Fara beint í efnið

Rafrænar fyrirtökur

Sýslumenn geta boðið upp á rafrænar fyrirtökur og viðtöl í málsmeðferðum. Hægt er að óska eftir rafrænni fyrirtöku er varða fjölskyldumál, lögráðamál og dánarbú. Þá velur viðkomandi tíma með starfsmanni sem hentar, starfsmaður sendir fundarboð í pósthólf á ísland.is, viðkomandi skráir sig með rafrænum skilríkjum á ísland.is og opnar fundarboðið á gefnum tíma. Sýslumaður notast við fjarfundabúnað fyrir viðtalið og sendir viðkomandi skjöl með tölvupósti til undirritunar með rafrænum og öruggum hætti. Undirrituð og stimpluð skjöl berast svo viðkomandi í pósthólf á ísland.is.

Vakin er athygli á því að til að nálgast málsgögn í pósthólf á ísland.is þarf að vera með rafræn skilríki. Sjá nánar.

Hvað þarf fyrir rafræna fyrirtöku:

  • Snjallsími eða tæki (æskilegt að nota myndsímtal)

  • Virkur tölvupóstur/netfang

  • Rafræn skilríki

  • Pósthólf á ísland.is

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15