Ökuréttindi og skírteini
Efni og útlit ökuskírteina
Eldri skírteini
Í elstu ökuskírteinum (grænum og bleikum) er merkt með stimpli við ökuréttindaflokka. Gildistíminn á skírteininu er tilgreindur framan á skírteininu og fyrsti útgáfudagur réttindaflokks á bakhlið. Nauðsynlegt er að endurnýja ökuskírteinið sem fyrst, eftir að það rennur út. Ökuskírteini sem voru í gildi 1. mars 1988 og höfðu aðeins flokka A eða B í gildi en ekki C, D eða E halda gildi sínu að öllu öðru óbreyttu þar til að eigandinn nær sjötugsaldri.
Með reglugerð um ökuskírteini sem tók gildi 15. ágúst 1997 var sett fram skilgreining á ökuréttindaflokkum til samræmis við flokkun sem tíðkast innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá voru tekin upp kortaskírteini.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaTengd stofnun
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinuTengd stofnun
Lögreglan