Fara beint í efnið

Nafnastimplar fyrir framleiðendur og innflytjendur eðalmálma

Hreinleikastimplar

Hreinleikastimplar

Hreinleikastimpill er eina staðfestingin sem fólk hefur á hversu mikið hlutfall eðalmálms er í hlutnum. Hreinleikastimpill er þriggja tölustafa stimpill sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu vörunnar. Sem dæmi merkir hreinleikastimpillinn 585 að varan innihaldi 58,5% af hreinu gulli.

Í eftirfarandi töflu sést hvaða hreinleiki er viðurkenndur á Íslandi og kemur fram í stimpli.

Eðalmálmur

Staðlaður hreinleiki

Gull

375, 585, 750, 916

Silfur

800, 830, 925 eða 800S, 8308S, 925S

Platína

850, 950, 950 eða 850Pt, 900Pt, 950Pt

Palladíum

500, 950 eða 500Pd, 950Pd

Nánar um hreinleikastimpla