Nafnastimplar fyrir framleiðendur og innflytjendur eðalmálma
Hreinleikastimplar
Hreinleikastimplar
Hreinleikastimpill er eina staðfestingin sem fólk hefur á hversu mikið hlutfall eðalmálms er í hlutnum. Hreinleikastimpill er þriggja tölustafa stimpill sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu vörunnar. Sem dæmi merkir hreinleikastimpillinn 585 að varan innihaldi 58,5% af hreinu gulli.
Í eftirfarandi töflu sést hvaða hreinleiki er viðurkenndur á Íslandi og kemur fram í stimpli.
Eðalmálmur | Staðlaður hreinleiki |
---|---|
Gull | 375, 585, 750, 916 |
Silfur | 800, 830, 925 eða 800S, 8308S, 925S |
Platína | 850, 950, 950 eða 850Pt, 900Pt, 950Pt |
Palladíum | 500, 950 eða 500Pd, 950Pd |
Nánar um hreinleikastimpla
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun