Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Á þessari síðu

Skyldur innflutningsaðila

Öryggiskröfur

Ef framleiðandi flugeldanna er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf innflutningsaðili að ábyrgjast að þeir samrýmist öryggiskröfum, meðal annars um CE-merkingu.

Geymsla

Flugelda þarf að geyma við fullnægjandi aðstæður að mati lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra að því er varðar öryggi. Húsnæðið þarf , s.s. gegn þjófnaði, innbrotum, eldsvoða o.s.frv.

Heimilt er að takmarka magn skotelda sem geymt er á sama stað og sýningarvörur í flokki 4 skal geyma aðskildar frá öðrum skoteldum. Þar sem ekki er sólarhringsvöktun skal birgðageymsla tengd eftirlitsmiðstöð. Um varðveislu og flutning á sprengjanlegum efnum, svo sem púðri, fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um sprengiefni og reglugerðar um flutning á hættulegum farmi.

Leyfilegir seljendur

Innflytjanda er óheimilt, utan eigin smásölu skv. 20. gr., að selja skotelda öðrum en þeim sem hafa leyfi til heildsölu eða smásölu.

Merkingar

Skoteldar skulu vera með álímdum eða áprentuðum leiðbeiningum á íslensku þar sem fram kemur stutt lýsing á eiginleikum þeirra og hvernig beri að nota þá þannig að sem minnst hætta stafi af. Heimilt er að víkja frá þessari reglu þegar um smáa og hættulitla skotelda er að ræða, enda séu þeir seldir nokkrir saman í merktri pakkningu.

Leiðbeiningarnar mega ekki draga úr sýnileika og læsileika CE-merkisins. Um efnisinnihald merkinga vísast til ÍST EN 15947-3:2015, lágmarkskröfur um merkingar.

Leiðbeiningar

Innlendum framleiðendum og innflutningsaðilum er skylt að útbúa til dreifingar á sölustöðum almennar leiðbeiningar um notkun skotelda og til hvaða varúðarráðstafana skuli grípa ef skoteldur reynist gallaður eða springur ekki eftir tendrun.

Í leiðbeiningum skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. Hvernig tendra skuli í skoteldum,

  2. almennar varúðarreglur um notkun skotelda,

  3. notkun öryggisbúnaðar, svo sem öryggisgleraugna og vettlinga,

  4. hvenær heimilt er að skjóta upp skoteldum,

  5. hvert skuli leita reynist skoteldur gallaður eða slys ber að höndum,

  6. neyðarnúmerið 112.

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Þjónustuaðili

Lögreglan