Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Á þessari síðu

Almennt

Til að flytja inn og selja flugelda í heildsölu þarf leyfi frá lögreglustjóra. Sama leyfið felur í sér bæði innflutning og heildsölu. Leyfið er ekki veitt einstaklingum.

Ef selja á flugelda í smásölu þarf annað leyfi fyrir það.

Skilyrði

  • Umsækjandi er fyrirtæki eða félagasamtök með virðisaukaskattsnúmer.

  • Tilgreina þarf ábyrgðarmann sem hefur náð 18 ára aldri.

  • Geymsla fyrir flugelda stenst kröfur Mannvirkjastofnunar að mati slökkviliðsstjóra.

Borga fyrir leyfi

Gjald fyrir nýtt leyfi er 34.000 krónur og gjald fyrir endurnýjun er 6.500 krónur.

  • Reikningsnúmer: 0303-26-667

  • Kennitala: 531006-2320

Senda þarf kvittun á netfangið greitt@lrh.is og setja í skýringu fyrir hvern er verið að greiða.

Afgreiðsla úr tolli

Lögreglustjóri þarf að samþykkja vörureikning áður en sending af flugeldum er leyst úr tolli. Sótt er um áritun lögreglustjóra á vörureikninginn sérstaklega.

Áritun vörureiknings vegna innflutnings á flugeldum

Senda vörureikning

Innflutningsaðili sendir lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vörureikning. Í honum þarf meðal annars að koma fram:

  • tegundir flugelda

  • magn einstakra tegunda, stærð og samsetningu.

Sérstaklega skal tilgreina þá flugelda sem eingöngu er leyft að nota til flugeldasýninga og skotelda sem eingöngu eru notaðir við leiksýningar, kvikmyndagerð og þess háttar.

Einnig skal þess sérstaklega getið ef um er að ræða tegundir skotelda sem ekki hafa verið fluttar inn áður.

Leyfilegir flugeldar

Það má aðeins setja á markað flugelda sem

  • hafa hlotið gerðarviðurkenningu Neytendastofu,

  • eru með CE-merki,

  • eru framleiddir samkvæmt ákveðnum stöðlum. Staðlarnir eru settir fram í greinum 26 og 27 í reglugerð um skotelda.

Gildistími leyfis

5 ár.

Lög og reglur

Reglugerð um skotelda

Um CE-merkið

Leyfi til að flytja inn og selja flugelda

Þjónustuaðili

Lögreglan