Kvartanir, athugasemdir og almenn erindi vegna heilbrigðisþjónustu
Athugasemd við þjónustu
Gerður er greinarmunur á kvörtun vegna veittrar heilbrigðisþjónustu og athugasemdum almennings við þjónustu heilbrigðisstofnana.
Vilji einstaklingur eða aðstandandi gera athugasemd vegna þjónustu á heilbrigðisstofnun er rétt að beina athugasemd þess efnis til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar, sbr. 28. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga.
Með heilbrigðisstofnun er átt við hvers kyns heilsugæslu, almenna og sérhæfða sjúkrahússþjónustu, sjúkraflutninga, hjálpartækjaþjónustu og þjónustu heilbrigðisstarfsmanna innan og utan heilbrigðisstofnana sem veitt er í því skyni að efla heilbrigði, fyrirbyggja, greina eða meðhöndla sjúkdóma eða endurhæfa sjúklinga, sbr. 3. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.
Oft getur fremur átt við að koma á framfæri athugasemd vegna þjónustu en að leggja fram kvörtun á grundvelli 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Í samræmi við 4. mgr. 28. gr. laga um réttindi sjúklinga ber heilbrigðisstofnun / heilbrigðisstarfsfólki skylda til þess að veita einstaklingum skrifleg svör við athugasemdum þeirra án óhæfilegs dráttar.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis