Fara beint í efnið

Greitt er fyrir reglubundnar ferðir allt að 60 km í blóðskilunarmeðferð svo lengi sem farið er að minnsta kosti tvisvar í viku og umsækjandi sé ófær um að aka bíl eða nota almenninningssamgöngur heilsu sinnar vegna.

Greitt er fyrir 95% kostnaðar umsamdra hagkvæmra ferða með leigubíl. Umsækjandi skal leita hagkvæmustu leiðar og gera greiðslusamning við leigubílstjóra um framangreindar ferðir. Sjúkratryggingar geta óskað eftir afriti af samningi.

Umsóknarferli

Til að fá ferðakostnað endurgreiddan þarf:

  1. Læknir eða ljósmóðir, ef við á, sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðar
    - Læknir eða ljósmóðir fyllir út eyðublaðið  Skýrsla vegna ferðakostnaðar innanlands

  2. Umsækjandi heldur utan um öll gögn:
    - Eyðublaðinu sem læknir eða ljósmóður hefur fyllt út
    - Greiðslukvittanir vegna leigubíls
    - Yfirlit yfir komur frá meðferðaraðila

  3. Umsækjandi sendir öll gögn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð, umboð áframsenda til Sjúkratrygginga ef þörf er á.

Einnig er hægt að skila inn gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar