Greiðsluþátttaka vegna ferðakostnaðar innanlands
Hægt er að sækja um endurgreiðslur fyrir ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu innanlands. Ávallt er skilyrði að ferðast sé að læknisráði til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem greiðsluþátttaka er í af hálfu Sjúkratrygginga. Umsóknarferli og greiðsluþátttaka fer svo eftir því hvernig ferðakostnað er um að ræða:
Langar ferðir eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem fæst ekki í heimabyggð
Stuttar ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma
Bráðatilvik, ferðir utan heimabyggðar að læknisráði
Blóðskilunarmeðferð, ítrekaðar ferðir í og úr meðferðinni
Dvalar- eða ferðakostnaður foreldra til að vitja veiks barns sem er inniliggjandi á sjúkrahúsi
Fræðslunámskeið eða fundir, ferðir aðstandenda sjúklings með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm
Heimferðir yfir helgi úr nauðsynlegri meðferð sem tekur að minnsta kosti 26 daga
Ferðir vegna umsókna um lífeyri hjá Tryggingastofnun
Sækja má um endurgreiðslu ferðakostnaðarfylgdarmanns fyrir þá sem ekki geta ferðast án aðstoðar og með þeim sem ferðast til að fæða barn. Alltaf er greitt fyrir fylgd með barni upp að 18 ára aldri.
Afgreiðslutími umsókna.
Tekið er við fyrirspurnum og gögnum í Þjónustu- og símaveri Sjúkratrygginga og í gegnum Gagnaskil einstaklinga.
Athugið að símatími ferðakostnaðar er aðeins opinn frá 10 til 12 á virkum dögum.
Ferðakostnaður innanlands
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar