Endurbótalán eru veitt fólki sem þarf að sinna nauðsynlegu viðhaldi eða endurbótum á húsnæði sínu. Þegar framkvæmd er í gegnum húsfélag sækir hver íbúi um lán fyrir sig. Endurbótalán eru greidd að framkvæmdum loknum.
Fasteignamat íbúðar verður að vera lægra en 73 milljónir.
Heildarlán hjá HMS getur að hámarki verið 44 milljónir.
Lán getur verið allt að 80% af endurbótakostnaði.
Lágmarkskostnaður er 625 þúsund krónur.
Húsnæðið þarf að vera eldra en 10 ára.
Lánshæfar endurbætur
Endurbætur sem hægt er að fá lán fyrir eru:
Viðgerðir utanhúss.
Endurnýjun á raf- og vatnslögnum.
Málningarvinna og endurnýjun innréttinga ef það er hluti af framkvæmd vegna annarrar viðgerðar.
Það er ekki lánað til eigin vinnu né gefins efnis eða vinnu.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun