Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa
að geta sannað á sér deili með gildu vegabréfi
að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi
að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði
Sérstök skilyrði vegna lögmæts og sérstaks tilgangs
Þú verður að vera 18 ára eða eldri.
Tilgangur dvalar þinnar verður að vera lögmætur og sérstakur. Dæmi um tilvik sem koma til greina sem grundvöllur slíks leyfis samkvæmt reglugerð um útlendinga:
Útlendingur sem slasast eða veikist hér á landi og þarf að framlengja dvöl sína þess vegna, ef langtímavegabréfsáritun á ekki við um aðstæður hans
Útlendingur sem er aðstandandi þess sem slasast hér á landi eða veikist. Aðstandendur teljast maki, sambúðarmaki og foreldrar
Útlendingur sem á von á barni sem verður íslenskur ríkisborgari. Leggja þarf fram staðfestingu á þungun og yfirlýsingu frá föður, ef móðir er útlendingur.
Útlendingur sem er aðili dómsmáls fyrir íslenskum dómstólum, sé dvöl hans hér á landi nauðsynleg vegna málsins.
Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. Útlendingastofnun metur hvort önnur tilvik teljist bæði lögmæt og sérstök.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun