Fara beint í efnið

Dvalarheimili aldraðra

Áður en sótt er um vist á dvalarheimili þarf að fara fram mat á þörf hins aldraða. Skoðaðar eru heilsufarslegar og félagslegar aðstæður hins aldraða og metið hve þörf viðkomandi er brýn. 

Mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými

Ekki er unnt að sækja beint um dvöl til dvalarheimila heldur þarf fyrst að fara fram mat á þörf fyrir dvöl.

Sótt er um mat á þörf fyrir dvalarrými á sérstöku eyðublaði sem embættis landlæknis gefur út.

Umsókn er skilað inn til færni- og heilsumatsnefndar í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Matsnefnd hefur fjórar vikur til að meta umsókn. 

Umsókn er yfirfarin og kannað hvort umsækjandi geti búið áfram í eigið húsnæði með aukinni þjónustu. Ef svo er lýkur ferlinu þar.

Teljist umsækjandi ekki í þörf fyrir dvalarrými skal rökstyðja niðurstöðu. Uni umsækjandi ekki niðurstöðu mats getur hann skotið henni til heilbrigðisráðherra.

Sé umsækjandi metinn í þörf fyrir dvalarrými er niðurstaða send umsækjanda og afrit til heimilislæknis, heimahjúkrunar og félagsþjónustu.

Mat á þörf umsækjanda fyrir dvalarrými gildir í tólf mánuði. Hafi hann ekki fengið vistun að þeim tíma liðnum þarf að gera nýtt mat.

Umsókn um mat á þörf fyrir dvalarrými

Stjórn eða matsteymi stofnana tekur ákvörðun um dvöl í dvalarrými í samræmi við niðurstöður færni- og heilsumatsnefnda.

Hjúkrunar- , dvalar- og dagvistarrými, skipt eftir svæðum
Öldrunarmál á vef stjórnarráðsins

Sækja má um vist á fleiri en einu dvalarheimili hvar sem er á landinu og er þeim raðað í forgangsröð eftir óskum umsækjanda.

Þegar dvalarrými losnar lætur færni- og heilsumatsnefnd stjórn dvalarheimilis í té nöfn tveggja einstaklinga og skal bjóða einum þeirra rýmið.

Öldrunarstofnanir og þjónusta við aldraða hjá nokkrum sveitarfélögum

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun