Fara beint í efnið

Beiðni um aukið meðlag

Aukið meðlag er það meðlag kallað sem er hærra en lágmarksmeðlag eða einfalt meðlag.

Foreldrar geta samið um aukið meðlag með barni. Foreldrar sem eru sammála um hækkun meðlags útbúa þá nýjan meðlagssamning sín á milli og fá staðfestingu sýslumanns.

Foreldri getur einnig sótt um að sýslumaður úrskurði um aukið meðlag með barni. Ef meðlagsgreiðandi hefur fjárhagslegt bolmagn til að greiða hærra meðlag en sem nemur fjárhæð einfalds meðlags getur sýslumaður eða dómari úrskurðað viðkomandi til greiðslu aukins meðlags. 

Skilyrði fyrir breytingu meðlags

Sýslumaður getur með úrskurði breytt fyrri meðlagsákvörðun ef rökstudd krafa kemur fram um það frá foreldri.

Skilyrði þess að breyta megi gildandi samningi eða dómssátt

  • Aðstæður hafa breyst verulega.

  • Samningur eða dómssátt gengur í berhögg við þarfir barns.

  • Samningurinn eða dómssátt er ekki í samræmi við fjárhagsstöðu foreldra.

Skilyrði þess að breyta megi gildandi úrskurði með dómi um meðlag

  • Sýnt sé fram á að hagir foreldra eða barns hafi breyst.

Almennt verður samningi, úrskurði eða dómi ekki breytt aftur í tímann heldur miðast breytingin við þann dag er krafan er sett fram eða síðara tímamark.

Ferlið

Þegar sýslumaður hefur móttekið beiðni um aukið meðlag er hún kynnt hinu foreldrinu. Ef enginn ágreiningur er um beiðnina er gerður nýr meðlagssamningur sem sýslumaður staðfestir. 

Í ágreiningsmálum getur meðlagsgreiðandi skilað inn greinargerð um fjárhag og félagslega stöðu. Hægt er að óska eftir fundi hjá sýslumanni til að gera grein fyrir aðstæðum sínum. Sýslumaður úrskurðar í málinu og er úrskurður sendur foreldrum í pósthólf þeirra hjá island.is eða með rekjanlegu bréfi.

Ákvörðun fjárhæðar

Fjárhæð aukins meðlags er ákveðin með hliðsjón af þörfum barnsins og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra.

Það sem hefur áhrif

  • tekjur foreldra, sjá viðmiðunarfjárhæðir

  • möguleikar foreldra til að afla tekna, til dæmis skert aflahæfi foreldris vegna umönnunar barns eða vegna sjúkdóms foreldris eða barns

  • aukin útgjöld vegna sérþarfa eða veikinda barns

  • ef meðlagsgreiðandi hefur fyrir öðrum börnum að sjá

  • hvort umgengni barns og foreldris er umfram lágmarksumgengni

  • hvort foreldri með sameiginlega forsjá hefur lagt til framfærslu barnsins umfram gildandi ákvörðun um meðlag

Það sem hefur almennt ekki áhrif 

  • stjúpbörn aðila máls 

  • eignir og skuldir meðlagsgreiðanda hafa venjulega lítil áhrif við ákvörðun meðlagsfjárhæðar, en slíkt kemur helst til álita ef eignir eða skuldir eru verulega umfram það sem venjulegt getur talist, eða ef til óhjákvæmilegra skulda hefur verið stofnað 

Greiðsla aukins meðlags

Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um innheimtu aukins meðlags. Hvorki TR né Sýslumenn koma að milligöngu þeirra greiðslna.

Kæruréttur

Hægt er að kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytis innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðarins.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast greinargerð gagnaðila um fjárhag og félagslega stöðu hér.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15