Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Áhættumat á vinnustöðum

Taktu fimm - skref til öryggis fyrir þig og þína

Áður en hafist er handa við hverskyns vinnu er æskilegt að gera eigið persónulegt áhættumat. Þetta á sérstaklega við á vinnustöðum þar sem aðstæður breytast dag frá degi eða verk sem unnin eru sjaldan.

Gefðu þér tíma og taktu fimm til öryggis fyrir þig og þína.

Skrefin eru:

  1. Hinkraðu og hugsaðu um verkið sem er framundan. Ertu með góða áætlun í huga um hvernig þú ætlar að framkvæma verkið?

  2. Horfðu í kringum þig og áttaðu þig á mögulegum áhættum við verkið. Spyrðu þig "hvað ef" spurninga, eins og til dæmis: Hvað gerist ef stiginn rennur? Hvað gerist ef það er engin hlíf á vélinni og eitthvað festist í vélinni?

  3. Leggðu mat á áhættuna: Hverjir eru í hættu? Hvað er það versta sem mögulega getur gerst? Hvað ertu að gera nú þegar til að draga úr áhættunni? Hvað getur þú gert meira til að draga úr áhættunni?

  4. Stýrðu áhættunni: Getur þú fjarlægt áhættuna alveg? Ef ekki; getur þú dregið úr henni með því að hugsa verkefnið upp á nýtt, nota önnur verkfæri, nota hættuminni efni eða bæta við persónuhlífum?

  5. Byrjaðu að vinna og haltu áfram að fylgjst með mögulegum áhættum í vinnuumhverfinu.

Hvað vinnst með því að taka fimm skref til öryggis?

  • Það verða minni líkur á slysum og óhöppum.

  • Það verður bætt öryggismenning á vinnustað með virkari þátttöku starfsfólks.

  • Verkefnið gengur betur þegar búið er að meta það fyrirfram með tilliti til áhættna.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið