Sýslumenn: Skírteini
Hvar er hægt að sækja um stæðiskort (P-kort)?
Stæðiskort er hægt að sækja um í gegn um Ísland.is með rafrænum skilríkjum eftir að læknisvottorði hefur verið skilað inn rafrænt frá lækni. Það á bæði við um þegar sótt er um í fyrsta sinn, sem og við endurnýjun.
Ef umsækjandi er ekki með rafræn skilríki er hægt að koma á skrifstofu sýslumanns en óskað er eftir að læknisvottorð hafi borist með rafrænum hætti.
Ekkert gjald er tekið fyrir útgáfu stæðiskorts.
Hér má finna nánari upplýsingar og umsókn fyrir p-kort; stæðiskort fyrir hreyfihamlaða.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?