Sýslumenn: Skírteini
Hvaða gögn þarf að koma með þegar ég sæki um vegabréf?
Þegar sótt er um vegabréf þarf umsækjandi að sýna löggilt persónuskilríki. Löggilt persónuskilríki eru gamla vegabréfið, ökuskírteini eða nafnskírteini.
Rafræn skilríki, greiðslukort og strætókort teljast ekki sem löggilt persónuskilríki.
Þegar komið með börn undir 18 ára í myndatöku um vegabréf, þurfa forsjáraðilar ávallt að sýna löggilt persónuskilríki.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?