Samþykki túlka fyrir ökupróf
Tali og skilji umsækjandi hvorki íslensku né erlent tungumál sem próf fer fram á, skal hafa löggiltan túlk við bóklegt og verklegt próf eða túlk sem Samgöngustofa samþykkir.
Umsækjandi ber kostnað af túlkun. Starfandi ökukennari má ekki vera túlkur.
Aðeins er túlkað af íslensku, ekki er hægt að biðja um túlkun af öðrum tungumálum.
Kröfur til túlka í bóklegum ökuprófum:
Túlkur skal hafa löggildingu sem túlkur/skjalaþýðandi, háskólapróf í samfélagstúlkun eða tungumáli.
Túlkur skal hafa gott orðspor. Við mat á orðspori ber að líta til þess hvort viðkomandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni hans til að starfa sem túlkur eða gefur til kynna að viðkomandi njóti ekki nauðsynlegs trausts til að geta gegnt starfanum.
Samgöngustofa áskilur sér rétt til að meta ferilskrá einstakra umsækjenda með tilliti til ofangreindra krafna.
Beiðni um samþykki túlka vegna bóklegra ökuprófa skal senda á okurettindi@samgongustofa.is.
Fylgigögn: Ferilskrá með meðmælendum, afrit af prófskírteinum, afrit af sakavottorði.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa