Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Alþjóðleg vernd fyrir foreldri fylgdarlauss flóttabarns

Umsókn um dvalarleyfi

Réttindi og skyldur

Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem foreldri fylgdarlauss flóttabarns er í mesta lagi veitt til þriggja ára en þó aldrei lengur en leyfi þess sem rétturinn byggir á.

Einstaklingur sem fær alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann fær sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem hann sameinast hér á landi. Hann er skilgreindur sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd hans og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.

Alþjóðleg vernd er veitt á þeirri forsendu að öryggi flóttamanns sé í hættu í heimalandi. Snúi hann þangað aftur gefur það í skyn að ástandið í heimalandi hafi batnað og að flóttamaðurinn þurfi ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda.

Réttur til að vinna

Dvalarleyfinu fylgir heimild til að vinna án atvinnuleyfis.

Réttur til ferðaskírteinis fyrir flóttafólk

Þú átt rétt á því að sækja um ferðaskírteini fyrir flóttafólk til að ferðast til útlanda.

Réttur til endurnýjunar leyfis

Þú þarft að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins áður en leyfið þitt rennur út. Ef þú þarft enn á vernd að halda, er heimilt að endurnýja leyfið þitt.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Dvalarleyfið veitir rétt til fjölskyldusameiningar við:

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

Þú getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi þegar þú hefur verið með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar í fjögur ár.

Þú þarft að uppfylla margvísleg skilyrði til að fá ótímabundið leyfi, meðal annars varðandi íslenskukunnáttu.

Annað skilyrði er að þú hafir ekki hafa dvalist lengur en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun