Barn sem á foreldri með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða viðbótarverndar á rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi með fjölskyldusameiningu við foreldri. Skilyrði er að barnið hafi fæðst áður en foreldrið fékk vernd á Íslandi, sé yngra en 18 ára, í forsjá þess foreldris sem það sækir um sameiningu við og ógift.
Barn, sem fær alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann, fær sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem það sameinast hér á landi. Barnið er skilgreint sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd þess og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.
Fyrir hvern er umsóknin ekki
Barn sem á foreldri með dvalarleyfi sem maki flóttamanns á ekki rétt á alþjóðlegri vernd með fjölskyldusameiningu við foreldri.
Barn sem fæðist eftir að foreldri fékk veitta vernd á Íslandi á alþjóðlegri vernd með fjölskyldusameiningu við foreldri.
Fyrir þessi börn þarf að sækja um almennt dvalarleyfi fyrir börn án alþjóðlegrar verndar.
Umsókn
Umsóknum er aðeins hægt að skila á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn skal vera í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af forsjáraðila.
Kostnaður
Ekki þarf að greiða afgreiðslugjald fyrir umsókn um alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann.
Lög
Alþjóðleg vernd er veitt á grundvelli 45. greinar laga um útlendinga.
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar er veitt á grundvelli 73. greinar laga um útlendinga.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun