Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Veiðivottorð

Veiðivottorð Fiskistofu eru staðfesting á því að afli sem íslenskar sjávarafurðir eru unnar úr hafi verið veiddur innan íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Evrópusambandið gerir kröfu um veiðivottorð vegna allra innfluttra sjávarafurða, Bandaríkin gera kröfu um veiðivottorð vegna innflutnings á þorski og Japan með makríll.

Vottorðið uppfyllir samninga á milli Íslands, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Japan. Það er staðlað og því er ekki hægt að breyta.

Reglur

  • Veiðivottorð eru einungis gefin út fyrir íslensk skip.

  • Hægt er að leiðrétta vottorð í vefkerfinu en ekki Java kerfinu.

  • Löndun og tegundir þurfa að vera skráð.

Veiðivottorð í gegnum vefkerfi

  • Kerfið aðgengilegt í á vefslóðinni https://vottord.fiskistofa.is

  • Innskráning er í gegnum Ísland.is með rafrænum skilríkjum.

  • Ef annar en prókúruhafi útbýr vottorðið þarf umboð.

  • Ekki er mögulegt að hlaða inn XML skrám að svo stöddu.

Vef veiðivottorðakerfi

Leiðbeiningar - Veiðivottorðakerfi í gegnum vefkerfi

Java veiðivottorðakerfi

Sótt er um aðgang að kerfinu á netfangið vottord@fiskistofa.is og með umsókninni þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

  • nafn fyrirtækis

  • heimilisfang

  • kennitala

  • netfang

  • símanúmer

Java veiðivottorðakerfi

Vottorðið kostar 210 krónur

Vefkerfið mun taka alfarið við af Java kerfinu lok árs 2025 en þar til eru bæði kerfi aðgengileg.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa