Fara beint í efnið

Valgreiðslur í heimabönkum og meðferð persónuupplýsinga

Stofnun valgreiðslukröfu í heimabankanum þínum getur talist vinnsla persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaganna. 

Slík vinnsla þarf að styðjast við svokallaða heimild í persónuverndarlögunum. 

Heimild fyrir stofnun valgreiðslukröfu

Hugsanleg heimild fyrirtækja og stofnana (skráningaraðila) fyrir stofnun valgreiðslukröfu í heimabanka einstaklinga getur verið að nauðsynlegt sé að stofna viðkomandi kröfu til að skráningaraðili geti gætt lögmætra hagsmuna sinna. 

Persónuvernd hefur talið að skilvirk greiðslumiðlun geti talist til lögmætra hagsmuna, bæði þegar um er að ræða kröfur sem skylt er að greiða og, eftir atvikum, óskir um fjárframlög sem ekki er skylt að inna af hendi, svo sem fjáröflun góðgerðarsamtaka og sambærilega starfsemi. 

Ef þú ert ósáttur við valgreiðslukröfur í heimabankanum

Þú getur andmælt vinnslunni, til dæmis með því að skrá þig í bannskrá Þjóðskrár. Í dag er ekki hægt að skrá valgreiðslukröfur hjá fjármálastofnunum á þá einstaklinga sem eru skráðir á bannskrá Þjóðskrár. 

Viljir þú ekki skrá þig í bannskrá Þjóðskrár, getur þú frekar andmælt vinnslunni beint við viðkomandi skráningaraðila. 

Í slíkum tilvikum er skráningaraðila óheimilt að vinna frekar með upplýsingarnar, nema hann geti til dæmis sýnt fram á mikilvægar lögmætar ástæður fyrir vinnslunni, sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi þínu. 

Þú getur líka sjálfur eytt öllum valkröfum inni á heimabankanum þínum. 

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820