Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Réttur til upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga

Upplýsingaréttur einstaklinga og fræðsluskylda ábyrgðaraðila

Einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um vinnslu, sé unnið er með persónuupplýsingar þeirra. 

Þessi réttur hefur verið nefndur upplýsingarréttur einstaklinga.

Upplýsingarétturinn er nátengdur fræðsluskyldu ábyrgðaraðila sem felur í sér að ábyrgðaraðilar að vinnslu eiga að veita einstaklingum upplýsingar eða fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá þeim.

Þannig er alla jafna talað um upplýsingarétt einstaklinga og fræðsluskyldu ábyrgðaraðila og er þá átt við sama hlutinn.

Forsenda þess að einstaklingar geti gætt réttinda sinna er að þeir viti hvaða upplýsingar um þá verið er að vinna með.

Nánar um það hvaða fræðslu er skylt að veita, hvenær, hvernig og um þær undantekningar sem eru frá fræðsluskyldunni er fjallað um hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820