Umsókn vegna vísindarannsóknar eða skimunar þar sem notuð er jónandi geislun
Sækja þar leyfi vegna vísindarannsókna eða skimunar þar sem notuð er jónandi geislun.
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylga:
Rannsóknarlýsing, þar sem tilgangi og framkvæmd er lýst.
Mat á geislaálagi vegna framkvæmdar rannsóknarinnar, fjöldi þátttakenda og þess háttar
Eintak af upplýstu samþykki þátttakenda. Stofnunin getur aðstoðað við orðalag vegna áhættu við þátttöku í rannsókninni.
Afrit af leyfi viðkomandi siðanefndar. Það þarf ekki að liggja fyrir, en verður þá gert að skilyrði fyrir leyfi.
Vinnslutími
Þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist leggur Geislavarnir ríkisins mat á geislaálag þátttakenda og hvort upplýsingar og orðalag í upplýstu samþykki sé í samræmi við þetta mat.
Mat á áhættu og gagnsemi rannsóknarinnar er miðað við leiðbeiningar ICRP (Publication 62, Radiological Protection in Biomedical Research). Geislavarnir ríkisins munu í framhaldinu leita álits landlæknis á því hvort leyfi skuli veitt eða ekki og þá með hvaða skilyrðum.
Þjónustuaðili
Geislavarnir ríkisins