Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Um vinnslu persónuupplýsinga hjá stjórnvöldum

Stjórnvöld þurfa eins og aðrir að hafa einhverja af þeim heimildum sem persónuverndarlög gera kröfu um til vinnslu persónuupplýsinga og gæta að meginreglum laganna við alla vinnslu persónuupplýsinga.

Heimildir sem stjórnvöld geta byggst sína vinnslu á

Ólíklegt er að stjórnvöld geti byggt heimild til vinnslu persónuupplýsinga á samþykki þegar þau starfa innan valdheimilda sinna þar sem þar er til staðar valdaójafnvægi á milli ábyrgðaraðila og hins skráða.

Þetta er einnig skýrt í tilvikum þegar hinn skráði á enga möguleika á að samþykkja skilmála ábyrgðaraðila.

Þær heimildir sem stjórnvöld byggja oftast sína vinnslu á eru:

  • að vinnslan sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á stjórnvaldinu, eða

  • að vinnslan sé nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem stjórnvaldið fer með.

Þá koma aðrar heimildir einnig til greina eins og til dæmis að vinnslan sé nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að.

Persónuvernd hefur litið svo á að stjórnvöld geti byggt vinnslu sína á að hún sé nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna ef um ræðir vinnslu sem ekki beintengd lagaskyldum viðkomandi stjórnvalds, til dæmis ef til stendur að hefja rafræna vöktun hjá viðkomandi stofnun vegna almennra öryggis- og eignarvörslusjónarmiða

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820