Um vinnslu persónuupplýsinga hjá dómstólum
Persónuverndarlöggjöfin gildir ekki um vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Eftirlitsvald Persónuverndar nær því ekki til slíkrar vinnslu á vegum dómstólanna.
Í því felst meðal annars að persónuverndarlöggjöfin gildir ekki um birtingu persónuupplýsinga í dómum á Netinu samkvæmt svokallaðri upplýsingastefnu dómstólanna og Persónuvernd hefur ekki heimild til að fjalla um eða úrskurða í málum sem varða slíka vinnslu.
Úrræði ef nafn er birt í dómi í einkamáli
Hver og einn dómstóll annast birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum þeirra og telst því ábyrgðaraðili birtingar þeirra dómsúrlausna sem frá honum stafa.
Leita þarf til tiltekins dómstóls með beiðni um að persónuupplýsingar verði afmáðar úr dómsúrlausn.