Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustu- og viðgerðarsaga bíla og persónuvernd

Upplýsingar um þjónustu- og viðgerðarsögu bifreiða geta talist persónuupplýsingar

Skilyrði þess að persónuverndarlögin gildi er að vinnsla persónuupplýsinga hafi átt sér stað.

Bifreiðar eru skráðar í ökutækjaskrá sem Samgöngustofa annast. Í ökutækjaskrá eru meðal annars færðar upplýsingar um ökutæki, eiganda þess og eftir atvikum umráðamann.

Verk unnin á skráðum bifreiðum fylgja því umræddu ökutækjanúmeri og geta með því móti verið persónugreinanlegar upplýsingar.

Afhending upplýsinga um þjónustu- og viðgerðarsögu bifreiðar til nýs bifreiðaeiganda

Öll vinnsla persónuupplýsinga, svo sem miðlun þeirra frá Samgöngustofu, tryggingafélögum, bifreiðaumboðum eða verkstæðum, þarf að fara fram á grundvelli heimildar í persónuverndarlögum.

Sjá hér um heimildir til að vinna með persónuupplýsingar.

Sú heimild sem hér gæti einkum komið til skoðunar er sú að vinnslan sé heimil á grundvelli þess að hún teljist nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem ábyrgðaraðili (til dæmis þjónustuverkstæði eða bifreiðaumboð) eða þriðji maður (til dæmis nýr eigandi bifreiðar) gætir.

Það er á ábyrgð ábyrgðaraðila (það er, þess sem miðlar upplýsingunum) að meta hvort og þá hvaða heimild til miðlunarinnar er til staðar, og þar með hvort nýjum bifreiðareiganda er unnt að óska eftir viðgerðar- og þjónustusögu bíls, en það mat getur sætt endurskoðun Persónuverndar, berist stofnuninni formleg kvörtun.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820