Lýðheilsusjóður er stofnaður á grunni fyrrum Forvarnasjóðs. Markmið hans samkvæmt lögum er að styrkja lýðheilsustarf bæði innan og utan embættisins. Sjá nánar í 4. grein laga um landlækni og lýðheilsu. Nánar er kveðið á um hlutverk í reglugerð um lýðheilsusjóð.
Stjórn sjóðsins er skipuð af heilbrigðisráðherra og setur sjóðnum viðmið og úthlutunarreglur í Starfsreglum Lýðheilsusjóðs.
Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn, frá 6. janúar 2023 til 5. janúar 2026
Aðalmenn:
Kristín Heimisdóttir, án tilnefningar, formaður
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
Gunnar Tómasson, tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
Varamenn:
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, án tilnefningar
Rafn Magnús Jónsson, tilnefndur af embætti landlæknis
Ragna B. Garðarsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands