Tilkynning um stríðsglæpi
Для інформації українською мовою про повідомлення про військовий злочин: Натисніть тут
Hefur þú mögulega orðið vitni að eða verið fórnarlamb stríðsglæpa í Úkraínu einhvern tíma frá 24. febrúar 2022? Upplýsingar þínar gætu verið mjög mikilvægar fyrir rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu.
Ríkislögreglan og héraðssaksóknari, sem bera ábyrgð á Íslandi á því stríðsglæpir séu rannsakaðir, eru að afla sönnunargagna vegna meintra stríðsglæpa í Úkraínu.
Sönnunargögnum sem lögð eru fram og aflað á Íslandi má deila með Alþjóðaglæpadómstólnum (ICC) til að aðstoða við áframhaldandi rannsókn þeirra.
Til að tilkynna grun um stríðsglæp geturðu notað tilkynningartólið okkar ofar á þessari síðu með því að gefa upp íslensku kennitöluna þína, þar sem þú ert beðin/n um að svara nokkrum spurningum til að hjálpa okkur að bera kennsl á einstaklinga sem við gætum haft samband við til að fá frekari upplýsingar síðar. Spurningarnar eru aðgengilegar á íslensku, ensku, úkraínsku og rússnesku. Svör þín geta verið á hvaða tungumáli sem þér finnst þægilegast að nota.
Athugaðu að með því að svara þessum spurningum þýðir það ekki að héraðssaksóknari hafi sjálfkrafa samband við þig.
Farið verður með allar upplýsingar sem þú veitir sem trúnaðarmál.
Ef þú ert ekki viss um að það sem þú vilt segja okkur frá sé stríðsglæpur, eru hér upplýsingar um hvað gerir glæp að stríðsglæp:
Þjónustuaðili
Lögreglan