Skyldan til að tryggja öryggi persónuupplýsinga
Ein af mikilvægustu meginreglum sem er að finna í persónuverndarlöggjöfinni er hin svokallaða öryggisregla laganna. Hún lýtur að því að tryggja skal öryggi persónuupplýsinga í hvívetna. Hún endurspeglast í mörgum ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar.
Þeir sem vinna með persónuupplýsingar bera þannig ábyrgð á því að öryggi persónuupplýsinga sé tryggt. Helstu skyldur eru eftirfarandi:
Ekki sé hætta á að óviðkomandi aðilar komist í þær
Að þær skaðist ekki eða glatist
Að þeir sem hafa gilda ástæðu til, komist í upplýsingarnar
Öryggisráðstafanir skuli taka mið af umfangi og viðkvæmni gagnanna