Fara beint í efnið

Skráning leigusamnings í Leiguskrá

Skráning leigusamnings í Leiguskrá

Leiguskrá heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga og er hluti af húsnæðisgrunni HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar). Með gagnagrunninum fást betri upplýsingar um leigumarkaðinn, eins og um þróun leiguverðs og lengd leigusamninga, sem nýtist stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.

Með rafrænum leigusamningum minnkar umstang leigusala og leigjenda.

  • Skrifað er undir með rafrænum skilríkjum.

  • Vottar óþarfir.

  • Ekki þarf að þinglýsa til að eiga möguleika á húsnæðisbótum.

  • Gögn koma sjálfkrafa inn á skattframtal.

Þegar leigusamningur er gerður þarf að gera úttekt á ástandi húsnæðisins, meðal annars á brunavörnum og skrá niðurstöður í úttektarkaflann í leigusamningi.

Skráning

Leigusalar sem leigja út fleiri en tvær íbúðir eru skyldugir til að skrá leigusamninga sína í Leiguskrá innan 30 daga frá undirritun.

Ef leigusali hefur ekki skráð leigusamninginn við afhendingu leiguíbúðar getur leigjandi skráð leigusamning í Leiguskrá.

Ferlið

  1. Aðili leigusamnings fyllir út og undirritar leigusamning hjá skráningaraðila. Þeir eru:

  2. Allir aðilar leigussamningsins undirrita samninginn rafrænt.

  3. Leigusamningurinn er sjálfkrafa skráður í Leiguskrá.

Bæði leigusali og leigjandi geta fengið umboðsaðila til að undirrita samning fyrir sína hönd. Til dæmis þegar leigusali er búsettur erlendis, er frá vegna langvarandi veikinda eða ef um dánarbú er að ræða.

Kostnaður

Rafrænir húsaleigusamningar eru ókeypis fyrir bæði leigjanda og leigusala, nema ef leigusali kjósi að kaupa þjónustuna af skráningaraðila, þá greiðir leigusali.

Er leigusamningurinn skráður í Leiguskrá HMS?

  • Ef leigusamningurinn er gerður rafrænn hjá skráningaraðila, skráist hann sjálfkrafa í Leiguskrá HMS.

  • Ef leigusamningurinn er á pappír getur það tekið allt að 7 virka daga eftir að hann hefur borist HMS þar til hann skráist í Leiguskrá.

Framlenging á leigusamningi

  • Hægt er að framlengja rafræna leigusamninga með auðveldum hætti hjá skráningaraðila.

  • Ef eldri samningur var ekki rafrænn þarf að skrá nýjan samning rafrænt.

Ástandsúttekt og brunaúttekt

Leigjandi og leigusali (eða umboðsaðilar) þurfa að gera úttekt á ástandi húsnæðisins, meðal annars á brunavörnum, og skrá niðurstöður í úttektarkaflann í leigusamningnum.

Ef annar aðilinn óskar þess að óháður úttektaraðili sjái um úttektina skal verða að þeirri ósk. Kostnaður við úttektina skiptist þá jafnt á milli leigjanda og leigusala.

Gott að hafa í huga við ástandsúttekt

  • Hver er eignarhluti eða aðkoma leigusala að leiguhúsnæðinu?

  • Eru einhverjar skemmdir eða tjón?

  • Hafa verið endurnýjanir eða viðgerðir?

Gott að hafa í huga við brunaúttekt

  • Reykskynjari er í lagi (að minnsta kosti einn á hverja 80 m²)

  • Slökkvitæki er til staðar.

  • Greiðar flóttaleiðir.

Sjá yfirlýsingu um ástands- og brunaúttekt á íbúðarhúsnæði.

Leigusamningur á pappír

Hægt er að skila inn undirrituðum leigusamningi til skráningar í Leiguskrá HMS gegn gjaldi.
Allir aðilar samningsins þurfa að handskrifa undir samninginn auk tveggja votta svo hægt sé að skrá hann.
Í samningnum þurfa að koma fram helstu niðurstöður á ástandsúttekt og brunavörnum.
Samningurinn er skráður í leiguskrá þegar leigusali hefur greitt fyrir skráningu og samningurinn uppfyllir öll skilyrði.

Kostnaður

Frá og með 1. september 2024 innheimtir HMS umsýslugjald fyrir handskráningu á pappírssamningum í Leiguskrá HMS og fyrir afrit af leigusamningi samkvæmt gjaldskrá HMS.

Skráning á pappírssamningi í Leiguskrá HMS er 2.700 krónur
Krafa er stofnuð í heimabanka og samningurinn er skráður eftir að hún hefur verið greidd.

Skráning á pappírsleigusamningi

Lög og reglugerðir

Skráning leigusamnings í Leiguskrá