Úttekt skráningarmerkja
Einungis skráður eigandi eða umráðamaður ökutækis má sækja skráningarmerki (númeraplötur) sem eru í geymslu. Viðkomandi þarf að framvísa gildum skilríkjum þegar plöturnar eru sóttar.
Athugið: Ökutækið þarf að vera tryggt áður en skráningarmerki eru afhent og ökutækið skráð í umferð.
Ef ökutækið er skráð úr umferð með miða þarf að skrá það aftur í umferð og fá nýja skoðunarmiða áður en hægt er að taka það til notkunar. Það er gert með því að fylla út rafræna tilkynningu hér að ofan.
Kostnaður
Það kostar ekkert að skrá ökutæki aftur í umferð. Hins vegar þarf að greiða öll gjaldfallin opinber gjöld sem kunna að hvíla á ökutækinu áður en númer eru afhent.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa