Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilyrði tilnefningar persónuverndarfulltrúa

Persónuverndarfulltrúi skal tilnefndur á grundvelli faglegrar hæfni sinnar, einkum sérþekkingar á persónuverndarlögum og lagaframkvæmd á því sviði, auk getu sinnar til að vinna þau verkefni sem honum eru falin í reglugerðinni.

Kröfur til sérþekkingar persónuverndarfulltrúans

Við mat á því hvaða kröfur þarf að gera til sérþekkingar persónuverndarfulltrúans þarf að hafa hliðsjón af þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram og þeim kröfum sem gerðar eru til verndar þeirra persónuupplýsinga sem vinnslan lýtur að.

Þegar vinnsla persónuupplýsinga er mjög flókin eða þegar um er að ræða umfangsmikla vinnslu viðkvæmra upplýsinga þarf að gera ríkari kröfur til sérþekkingar persónuverndarfulltrúans og þess stuðnings sem hann getur þarfnast.

Mikilvæg hæfni og sérþekking getur til dæmis verið:

  • sérþekking á innlendum og evrópskum persónuverndarlögum og lagaframkvæmd á því sviði,

  • skilningur á þeirri vinnslu sem fram fer,

  • skilningur á öryggis- og upplýsingatæknimálum,

  • þekking á starfsemi fyrirtækisins,

  • geta til að efla persónuverndarmenningu hjá viðkomandi stofnun/fyrirtæki.

Ef um stjórnvöld er að ræða ætti persónuverndarfulltrúinn að hafa þekkingu á stjórnsýslulögum svo og þeim lögum er varða umrædda starfsemi.

Ekki gerð krafa um sérstaka vottun

Rétt er að taka fram að persónuverndarfulltrúar þurfa ekki að hafa sérstaka vottun sem persónuverndarfulltrúar til að geta gegnt umræddu starfi, þó svo að vissulega geti slík vottun verið til marks um að viðkomandi hafi að minnsta kosti einhverja þekkingu á persónuverndarlöggjöf.

Þá er ekki gert að skilyrði að persónuverndarfulltrúinn sé lögfræðingur, en viðkomandi þarf engu að síður að hafa greinargóða þekkingu á persónuverndarreglugerðinni og öðrum lögum sem starfsemina varða.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820