Fara beint í efnið

Sjúkradagpeningar - framfærsla í veikindum

Umsókn um sjúkradagpeninga

Skila inn framhaldsvottorði eða frekari gögnum

Sjúkradagpeningar greiðast til þeirra sem eru óvinnufærir að fullu vegna eigin veikinda eða slysa. Sjúkradagpeningar eru lægri en lágmarkslaun, til að ná framfærsluviðmiðum þarf einnig að sækja um sjúkradagpeninga stéttarfélags eða fjárhagsaðstoð sveitarfélags.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar sérstaklega um sjúkradagpeninga tengda heimafæðingum, áfengis- og vímuefnameðferðum, vegna bótaskyldra vinnuslysa og uppihaldskostnaðar við læknismeðferð erlendis.

Hvernig færð þú sjúkradagpeninga?

Umsóknarferli

Til að fá greidda sjúkradagpeninga þarft þú að:

  1. Athuga hvort þú uppfyllir forsendur greiðslu

  2. Afla nauðsynlegra fylgiskjala
    - fylgiskjöl fara eftir aðstæðum þínum á síðustu tveimur mánuðum fyrir upphaf óvinnufærni

  3. Sækja um sjúkradagpeninga og skila inn fylgigögnum
    - sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarhnapp
    - einnig má koma undirrituðu umsóknareyðublaði til Sjúkratrygginga eða umboða sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins

Einfaldast er að hengja fylgigögn við rafræna umsókn þegar sótt er um en einnig má bæta skjölum í gegnum Gagnaskil einstaklinga. Ekki er nauðsynlegt að skila frumriti af fylgigögnum, skönnuð skjöl eða skýrar myndir duga.

Framlenging á samþykktum greiðslum

Skila þarf inn framhaldsvottorði frá lækni.

Ekki þarf að sækja um að nýju til að framlengja.

Afgreiðslutími umsókna

Umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og í þeirri röð sem þær berast. Biðtími er að jafnaði:

  • 4 - 6 vikur fyrir nýjar umsóknir

  • 1 vika eða skemur frá því gögn berast sem kallað var eftir

  • 3 dagar eða skemur að afgreiða ný vottorð til framlengingar umsóknar

Umsókn um sjúkradagpeninga

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar