Fara beint í efnið

Sjóferðabók

Umsókn um útgáfu sjóferðabókar

Sjóferðabækur gegna hlutverki skilríkja og eru staðfesting á að viðkomandi sé sjómaður. Með áritun skipstjóra í sjóferðabók geta sjómenn haldið utan um siglingatíma sinn. 

Skilyrði útgáfu sjóferðabókar eru að umsækjandi

  • hafi íslenskt ríkisfang

  • sé á sjómannaskrá samkvæmt lögskráningarkerfi sjómanna

Sé umsækjandi ekki á sjómannaskrá þarf að leggja fram staðfestingu útgerðarfélags um starf eða staðfestan ráðningarsamning ekki eldri en 30 daga.

Fylgigögn

Skila þarf inn nýlegri passamynd á ljósmyndapappír. Myndina má senda með pósti til Samgöngustofu í Ármúla eða skila inn þegar bókin er sótt. 

Afgreiðslutími

12 virkir dagar frá því að gögn og greiðsla hafa borist. Nauðsynlegt er að umsækjandi sanni á sér deili og undirriti sjóferðabókina hjá Samgöngustofu í Ármúlanum þegar hún er sótt. 

Kostnaður og gildistími

Kostnaður fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu og gildir í 10 ár.

Umsókn um útgáfu sjóferðabókar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa