Atvinnuréttindi án atvinnuleyfis útvíkkuð
3. maí 2023
Ekki þörf á að endurnýja dvalarleyfiskort sem eru í gildi
Með nýlegri breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga urðu handhafar dvalarleyfa af mannúðarástæðum og dvalarleyfa vegna sérstakra tengsla við Ísland undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi. Þetta þýðir að einstaklingar með slík dvalarleyfi mega nú vinna á Íslandi án þess að sækja um atvinnuleyfi.
Þau sem eru með slík leyfi í gildi munu ekki fá útgefin ný dvalarleyfiskort af þessu tilefni. Þeim er heimilt að vinna án atvinnuleyfis þrátt fyrir að á dvalarleyfiskortinu standi að þau megi það ekki. Hægt er að benda vinnuveitendum á þessa frétt eða frétt á heimasíðu Vinnumálastofnunar þar sem sagt er frá lagabreytingunni, ef þeir eru í vafa. Nýtt dvalarleyfiskort verður ekki gefið út fyrr en kemur að endurnýjun dvalarleyfis.