Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Dvalarleyfiskort ekki lengur send með pósti

16. júní 2022

Frá og með 20. júní næstkomandi mun Útlendingastofnun hætta að senda dvalarleyfiskort með pósti.

Dalvegur 18

Handhafar þurfa þess í stað að sækja kortin í afgreiðslu Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi en einnig geta þeir óskað eftir því að sækja kortin á skrifstofur sýslumannsembætta utan höfuðborgarsvæðisins. Tilkynning verður send með sms skilaboðum til handhafa þegar kort er tilbúið til afhendingar.

Breytingin er tilkomin vegna ákvörðunar Persónuverndar um öryggi persónuupplýsinga við útgáfu og sendingu vegabréfa með almennum bréfpósti. Ljóst er að sömu sjónarmið eiga við um sendingu dvalarleyfiskorta og vegabréfa.