Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Dvalarleyfi fyrir námsmenn

27. maí 2021

Dvalarleyfateymi Útlendingastofnunar er nú önnum kafið við að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi fyrir námsmenn fyrir komandi skólaár.

LE - School - S1

Dvalarleyfateymi Útlendingastofnunar er nú önnum kafið við að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi fyrir námsmenn fyrir komandi skólaár.

Hvað tekur langan tíma að afgreiða umsóknina þína?

Stofnunin reynir eftir fremsta megni að afgreiða allar umsóknir fyrir upphaf haustannar en við getum aðeins ábyrgst að umsóknir sem berast með fullnægjandi fylgigögnum fyrir 1. júní verði afgreiddar í tæka tíð.

Vinsamlegast athugið að Útlendingastofnun getur ekki tekið á móti umsóknum með rafrænum hætti. Umsóknir þarf að senda með bréfpósti eða skila í póstkassa í anddyri stofnunarinnar (frá 8 til 16 virka daga).

Þú getur athugað hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu á upplýsingasíðu vefsins um afgreiðslutíma. Ef þú lagðir inn umsókn þína eða greiddir fyrir hana síðar en dagsetningin sem fram kemur í töflunni, hefur umsókn þín ekki verið tekin til afgreiðslu.

Tölvupóstar og símtöl til stofnunarinnar með fyrirspurnum um stöðu umsóknar flýta ekki fyrir afgreiðslunni. Við munum hafa samband við þig ef umsókn þín eða fylgigögn eru ófullnægjandi og þegar leyfið hefur verið veitt.

Hvað getur þú gert til að flýta fyrir afgreiðslu umsóknar?

  • Gættu þess að láta öll nauðsynleg fylgigögn fylgja með umsókn, lista yfir þau gögn sem þurfa að fylgja er að finna

  • Gættu þess að fylgigögnin uppfylli gagnakröfur stofnunarinnar.

Einkum þarftu að gæta þess að sakavottorðið sem þú leggur fram hafi verið gefið út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í viðkomandi landi. Vottorðið þarf að sýna að leitað hafi verið í gagnagrunnum alls landsins en ekki einungis á ákveðnum svæðum (t.d. ríkjum eða fylkjum). Fyrir nema frá Bandaríkjunum þýðir þetta að þeir þurfa að skila inn FBI sakavottorði, Kanadabúar þurfa að skila inn RCMP vottorði og nemar frá Taílandi þurfa að skila inn vottorði sem gefið er út af Royal Thai Police.