Leitin að peningunum hljóðbók
4. apríl 2025
Bókin leitin að peningunum er nú komin út sem hljóðbók.

Það er ánægjulegt að segja frá því að bókin Leitin að peningunum, leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði sem gefin var út þann 26. febrúar síðastliðinn er nú komin út sem hljóðbók.
Bókin er í 24 stuttum köflum og er lesin af Gunnari Dofra Ólafssyni sem er annar höfunda bókarinnar. Gunnar Dofri er einnig þáttarstjórnandi hlaðpvarpsþáttanna Leitin að peningunum.
Bókina má nálgast á helstu streymisveitum svo sem Spotify og Apple podcast.
Bókin er eftir sem áður aðgengileg öllum án endurgjalds, hér er hægt að hlaða niður bókinni á rafbókarformi eða á pdf. formi.