Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Útgáfa landsskipulagsstefnu

9. apríl 2025

Landsskipulagsstefna 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun gefin út

Landsskipulagsstefna forsida

Síðustu misseri hefur Skipulagsstofnun unnið að útgáfu gildandi landsskipulagsstefnu sem nú er komin út.

Landsskipulagsstefna 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2038 – Útgáfa stefnu eftir landfræðilegri skiptingu.

Útgáfunni er ætlað að gera efni stefnunnar aðgengilegra þeim sem vinna að framfylgd hennar, sveitarfélögum, ráðgjöfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða koma að skipulagsgerð.

Uppbygging

Í þingsályktun um landsskipulagsstefnu eru sett fram þrjú markmið stjórnvalda í skipulagsmálum: um vernd umhverfis og náttúru, velsæld samfélags og samkeppnishæft atvinnulíf. Undir hverju markmiði koma fram áherslur ásamt tilmælum um hvernig beri að framfylgja stefnunni, sem ýmist eiga við um skipulag á miðhálendi, í dreifbýli, í þéttbýli og á haf- og strandsvæðum. Að auki felur stefnan í sér aðgerðaáætlun til að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd.

Í þessari útgáfu eru áherslur og tilmæli þingsályktunar sett fram undir fjórum köflum eftir því hvar þau eiga við samkvæmt ofangreindri landfræðilegri skiptingu. Öllum þeim áherslum og tilmælum sem eiga við fyrir skipulagsgerð á tilteknu svæði eru þannig gerð skil í viðkomandi kafla.

ÚtgafaLSK graf

Efni útgáfunnar er að uppistöðu úr þingsályktun og tölusetning áherslna og tilmæla um framfylgd sú sama, þó uppröðun sé önnur. Skýringum hugtaka hefur jafnframt verið bætt við auk þess sem valið efni úr greinargerð þingsályktunartillögu hefur verið nýtt þar sem talin var þörf á frekari skýringum við stefnuna.

Framfylgd og kynning

Skipulagsmálin fluttust úr innviðaráðuneyti yfir í nýtt ráðuneyti félags- og húsnæðismála og mun nýtt ráðuneyti fylgja stefnunni eftir. Á landsskipulag.is má nálgast frekari upplýsingar um landsskipulagsstefnu, framfylgd stefnunnar og einstakra verkefna aðgerðaáætlunar.

Á næstu mánuðum verður Skipulagstofnun á ferð víðsvegar um landið, þar sem hún mun eiga samtal við sveitarfélögin um skipulagsmál og meðal annars kynna útgefna stefnu og ræða það sem landsskipulagsstefna felur í sér fyrir skipulagsgerð.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15.
Föstudaga kl. 9-13.

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram